Framganga Elon Musk undanfarið, nasistakveðjan fræga og stuðningur hans við AfD hægri öfgahópinn í Þýskalandi sem dáist að Nasisum og samstarfið við Trump hefur vakið hörð viðbrögð út um allan heim, kallað á mikla andúð á Elon Musk og söluhrun á Tesla.
Samkvæmt Brance Finance (brancefinance.com) þá hafa hlutabréf í Tesla fallið um 26% frá því í janúar 2024 eða frá 58.3 milljörðum Dollara í 43 milljarða Dollara í janúar 2025. Hlutabréf Tesla hafa fallið um 10% frá því Trump tók við embætti.
Sala á Tesla í Evrópu hefur fallið um 50% síðustu 12 mánuðina. Einn viðmælanda Gísla Marteins, í vikulokin, sagði að það að eiga Teslu í dag væri svipað og bera hakakrossinn.
Söluhrunið í Kaliforníu er 36% og svipað í Ástralíu. Mest er söluhrunið á Spáni eða yfir 75% og 60% í Þýskalandi.
Flokkur: Dægurmál | Fimmtudagur, 6. febrúar 2025 (breytt kl. 17:48) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning