Úkraínustríðið er að umbreyta vopnamarkaði heimsins

Úkraínustríðið er að umbreyta vopnamarkaði heimsins og setja Rússana út í kuldann.

Árásarstríð Rússa á Úkraínu hefur haft gríðarleg áhrif á vopnasölu Rússa. Ástæðurnar eru augljóslega að þetta stríð hefur afhjúpað hversu léleg rússnesk vopn eru. Fullkomnustu eldflaugavarnarkerfin S-400 taka niður eina flaug, flauginni sem grandar kerfinu. Pútin státaði af Kinzhal ofurhröðum flaugum sem áttu að vera ósigrandi en bandaríska Patriot kerfið skaut niður allar 6 flaugarnar sem stefndu á Kiev. Yfirburðir og nákvæmni vestrænna vopna er augljós. 2019 voru 31 ríki stórir vopnakaupendur rússneskra vopna en 2023 aðeins  12 og samdrátturinn 53% eða úr 21% af heimsmarkaði í 11% sem var annað sætið á eftir Bandaríkjunum sem eru með 42% markaðshlutdeild. Frakkar hafa hins vegar aukið söluna um 43% og náð öðru sætinu af Rússum. Indland hefur stórlega dregið úr vopnakaupum af Rússum og snúið sér til Frakklands og er stutt síðan Múdí hitti Macron og vopnakaupasamningur var frágenginn á orustuþotum og kafbátum. Áhrif Rússanna fara stöðugt minnkandi og æ færri vilja kaupa af þeim og má þar einnig nefna Serbana sem hafa snúið baki við Rússum og sótt um ESB aðild og snúið sér að Frökkum um vopnakaup. Serbar hafa einnig fordæmt stríðsrekstur Rússa á alþjóðavettvangi.

Vopnaiðnaður Rússa er með 3.8 milljónir manna í vinnu sem er yfir 20% af framleiðslustörfum landsins. Þar sem þjóðir hafa verið að stöðva vopnakaupasamninga og panta ekki meira falla tekjur og iðnaðurinn er ekki sjálfbær og sagður stefna í þrot og lifir á peningum ríkisins.

Bandaríkin selja vopn til 107 landa og er aukningin mikil. Líklegt er talið að Úkraína verði helsti söluaðili þróaðra dróna að stríði loknu. Úkraínustríðið hefur gjörbreytt stríðsrekstri þar sem ódýrir drónar eyðileggja rándýra skriðdreka og önnur stríðstól og eru þeir einnig komnir með dróna sem eru með gervigreind og finna skotmörkin sjálfir og eyða þeim. Úkraínumenn hafa einnig kynnt til sögunnar leiserbyssur sem taka niður flaugar, dróna og flugvélar í allt að tveggja kílómetra fjarlægð.

Rússar hafa misst hátt í 10 þúsund skriðdreka um 20 þúsund brimvarða bíla, yfir 30 þúsund flutninga og olíubíla, yfir 700 þyrlur og þotur og tala fallinna og særðra nálgast 800 þúsund. Auk þess er Svartahafsflotinn laskaður og óvígur. Lestarkerfin stórlega löskuð og allar samgöngur sem og stór hluti olíuhreinsistöðva og olíubyrgðastöðva. Bygginga- , húsgagna- og bílaiðnaður er að sigla í strand þar sem kaupmáttur almennings hefur hrunið og eftirspurn sömuleiðis. Verðbréf, skuldabréf og rúblan að missa allt sitt verðmæti og margir sérfræðingar telja að Rússar nái ekki að sigla í gegnum 2025 og verði gjaldþrota á miðju ári. Pútin virðist ætla að takast að koma Rússlandi í ruslflokk, missa nær öll viðskipti, vera með gjaldmiðil sem enginn vill. Samkvæmt könnunum eru aðein um 11% Bandaríkjamanna sem hafa samúð með Rússum eða hin svonefnda MAGA grúbba. Mikill meirihluti Bandaríkjamanna eða um 75% vill standa með Úkraínumönnum og hjálpa þeim að sigra Rússa. Á blaðamannafundi dagsins skoraði Pútin á Bandaríkjamenn í einvígi hvor þjóðin hefði betri flaugar og skotmarkið yrði Kiev. Þetta segir aðeins morðóður stríðsglæpamaður.

rúss army


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband