Óafturkræfar loftslagsbreytinga – fiskistofnar hverfa í lok aldarinnar

Óafturkræfar loftslagsbreytinga – fiskistofnar hverfa í lok aldarinnar

tre 1 Árið 2024 er árið sem meðalhiti Jarðar fer yfir 1.5oC hækkun hitastigs frá iðnbyltingunni.

Loftslagbreytingar, meiri hiti, verri veður eða hærra sjávarmál eru minnsti vandinn, heldur yfirvofandi dauði hafsins vegna súrnunar og súrefnisskorts, dauða grænþörunga sem framleiða 50% af súrefni andrúmsloftsins.

Fimm sinnum hefur lífríki Jarðar þolað útrýmingu frá 75-95% allra tegunda. Allir þekkja loftsteininn sem grandaði risaeðlunum. Þar á undan voru þrír atburðir sem nánast gengu frá öllu lífi Jarðar. Þessir atburðir voru langvarandi eldgos sem ollu mikilli koltvísýringsmengun (fyrir 200, 250 og 360 milljónum ára). Sjórinn bindur CO2 en of mikið magn veldur súrnun hafsins og dauða grænþörunga sem framleiða 50% af súrefni andrúmsloftsins. Súrnun hafsins er mesta áhyggjuefnið en meiri öfgar í veðri og breytingar á búsetumöguleikum er annað.

Vísindamenn vara við því að stór hluti lífsins í hafinu verið dauður og tegundir horfnar í lok aldarinnar sem er matarkista mannkyns.

”By 2100, we could be heading towards a loss of life in our oceans that rivals some of the largest extinction events in Earth´s history if we don´t continue to tackle the climate catastrophe, new modeling” (https://www.sciencealert.com/we-re-pummeling-towards-a-dinosaur-ending-scale-mass-extinction-of-marine-life)  
“New research warns pressures of rising heat and loss of oxygen reminiscent of ‘great dying’ that occurred about 250m years ago” (https://www.theguardian.com/environment/2022/apr/28/global-warming-risks-cataclysmic-mass-extinction-marine-life )

 

  1. Við höfum þegar náð 1.5 ° C hækkun hitastigs frá iðnbyltingu
  2. 2° C hækkun  verður að veruleika eftir aðeins 7-10 ár og mannlegur máttur stoppar ekki atburðarásina eftir það – óafturkræfar og stjórnlausar breytingar
  3. Útblástur CO2 er ekki línulegur vöxtur heldur stigvaxandi milli ára.
  4. Stökkbreytingar í meðalhita sjávar frá því í mars á síðasta ári. Meðalhiti sjávar er nú 21.09C. Alla daga síðan 4. Maí 2023 hefur hitamet verið slegið og hafa vísindamenn nýlega áttað sig á því hvað veldur en lágskýjamyndun yfir höfunum hefur aukist verulega sem lokar af hita við sjóinn og veldur hlýnun.
  5. CO2 og metan sem bundið er í sífrera norðursins er fjórum sinnum meira en allur slíkur útblástur af mannavöldum frá iðnbyltingu. Þetta ferli er hafið og kann að skýra aukningu CO2 í andrúmsloftinu og að viðnám hafsins sé komið á þolmörkum og hafið er að taka stökk í auknum meðalhita síðustu þrjú árin. Stórir gígar hafa myndast síðustu árin í sífrera svæðum norðursins vegna metansprenginga og mikið magn sleppur út í andrúmsloftið. Annað áhyggjuefni vísindamanna af bráðnun sífrerans er losun á gömlum vírusum sem gætu valdið drepsóttum. Vírusar geta legið í dái í langan tíma.
  6. Mikil fjölgun skógar- og kjarrelda  síðustu árin eykur enn á CO2 útblásturinn.
  7. Það er enn mikill vöxtur í notkun og brennslu jarðefnaeldsneytis í takt við fjölgun mannkyns og loftslagsráðstefnur hafa engu breytt.
  8. Breytingar á straumum Atllantshafsins. Þegar hefur dregið úr Golfstraumnum um 10%
  9. Súrnun sjávar og súrefnisskortur er stærsta vandamálið og stórfelldur fiskidauði þegsr líður á öldina
  10. þá er gert ráð fyrir að sjávarmál hækki um 2.2m í lok aldarinnar samkvæmt https://www.climate.gov/news
  11. Samkvæmt Unicef gæti allt að 2 milljarðar manna þurft að yfirgefa sitt landsvæði vega loftslagsbreytinga í lok aldarinnar og straumurinn til Evrópu yrði verulegur
  12. Vaxandi skortur á drykkjarvatni, matvælaskortur, uppskerubrestur, þurrkar o.fl.

Í lok aldarinnar verður andrúmsloftið komið yfir öll hættumörk og skaðlegt heilsu allra. Þetta miðast við það að ekki takist að snúa þróuninni við en ef það tekst ekki á næstu 7-10 árunum þá verður þróunni ekki snúið við. Síðan eru ráðstefnurnar haldnar í olíuríkjunum sem menga mest og árangurinn enginn!

Maður heyrir fólk segja að loftslagsbreytingar hafi alltaf verið og við bara aðlögumst því og það sé allt of mikið gert úr vandanum. Málið er að vísindamenn og fjölmiðlar hafa ekki náð að koma kjarna málsins til fólks sem er dauði lífsins í hafinu innan aldar.

Grafið sýnir CO2 mettun andrúmsloftsins og hitt hafsins (https://www.nhm.ac.uk/)

co2_2k_cedauði hafsins 1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband