Ranglæti sem þarf að laga

cute-shark-
Flestir muna eftir stráknum í Keflavík sem fékk bætur eftir slys og keypti sér hús. Síðan voru fasteignagjöld o.fl. í vanskilum hjá honum ca 3 milljónir. Húsið hans var boðið upp og útgerðarmaður í Sandgerði keypti húsið á 3 milljónir og seldi það fyrir stuttu á 89 milljónir. Ungi maðurinn tapaði 86 milljónum. Þetta er lögleg eignaupptaka og fullkomlega siðlaus.
Nauðungarsala á heimilum fólks á að vera ólögleg þess í stað tekur sýslumaður yfir og setur eignina í venjulega sölu hjá fasteignasala. Þegar eignin selst fær kröfuhafi sitt og eigandi sitt. Annað er siðlaust rán. Hversu margir lentu ekki í þessu eftir bankahrunið. Þessi lög sem leyfa rán á hábjörtum degi er hrægammavæðing hinna ríku því fórnarlömbin eru oftast þeir sem höllum fæti standa.
Ég skora á stjórnmálamenn að breyta lögum og verja eigur fólks og heimili. Það geta verið margvíslegar ástæður fyrir erfiðleikum fólks en fjársterkir aðilar eiga ekki að græða á því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband