Hugleiðing dagsins Neðanjarðarlestarkerfi
Betra samgöngukerfi fyrir borgina og ný byggð
Framtíðarsýn fyrir vöxt Reykjavíkur
1. Geldinganesið er um 200ha eða svipað á stærð og Mónakó en þar eru 40.000 íbúar.
2. Lestarkerfi sem er að mestu neðanjarðar, hringur sem er um 14 km og tengir saman: Gufunes, Geldinganes og undir fjörðinn yfir í Holtagarða, fjármálahverfið í Túnunum og skrifstofur Borgarinnar, Hörpuna og hafnarsvæðið, miðbæinn, HÍ, Umferðarmiðstöðina, Landspítala, HR, Perluna, Kringluna, Laugardalshöll, Húsdýra- og fjölskyldugarðinn, Laugardalsvöll, Laugardalslaug. Lestir ganga í báðar áttir. Svipað neðanjarðarlestarkerfi var gert í borginni Brescia, 200 þús. manna borg á Norður Ítalíu 2013, 14 km að lengd með 17 stöðvum og kostaði 130 milljarða en borgarlínan er komin í 300 milljarða. Seinna yrði gerður annar hringur sem tengir Kringlu, Smáralind, Garðabæ og Hafnarfjörð.
3. Allir sem vinna á miðbæjarsvæðinu gætu kosið búsetu á Geldingarnesi þar sem þeir gætu mætt stundvíslega í vinnu án bílsins með neðanjarðarlest og geta nýtt alla þjónustu í leiðinni og farið þurrum fótum.
3. Betri miðbær minni umferð. Þetta myndi með tímanum minnka verulega umferðarálag í miðbænum.
4. Hægt er að byggja margar ódýrar íbúðir fyrir efnaminni sem vilja vera bíllausir á Geldingarnesi
Flokkur: Dægurmál | Þriðjudagur, 3. desember 2024 (breytt kl. 15:39) | Facebook
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 37
- Sl. sólarhring: 130
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 130
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 100
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning