Neðanjarðarlestarkerfi fyrir borgina og ný byggð

Hugleiðing dagsins – Neðanjarðarlestarkerfi
Betra samgöngukerfi fyrir borgina og ný byggð
Framtíðarsýn fyrir vöxt Reykjavíkur
1. Geldinganesið er um 200ha eða svipað á stærð og Mónakó en þar eru 40.000 íbúar.
2. Lestarkerfi sem er að mestu neðanjarðar, hringur sem er um 14 km og tengir saman: Gufunes, Geldinganes og undir fjörðinn yfir í Holtagarða, fjármálahverfið í Túnunum og skrifstofur Borgarinnar, Hörpuna og hafnarsvæðið, miðbæinn, HÍ, Umferðarmiðstöðina, Landspítala, HR, Perluna, Kringluna, Laugardalshöll, Húsdýra- og fjölskyldugarðinn, Laugardalsvöll, Laugardalslaug. Lestir ganga í báðar áttir. Svipað neðanjarðarlestarkerfi var gert í borginni Brescia, 200 þús. manna borg á Norður Ítalíu 2013, 14 km að lengd með 17 stöðvum og kostaði 130 milljarða en borgarlínan er komin í 300 milljarða. Seinna yrði gerður annar hringur sem tengir Kringlu, Smáralind, Garðabæ og Hafnarfjörð.
3. Allir sem vinna á miðbæjarsvæðinu gætu kosið búsetu á Geldingarnesi þar sem þeir gætu mætt stundvíslega í vinnu án bílsins með neðanjarðarlest og geta nýtt alla þjónustu í leiðinni og farið þurrum fótum.
3. Betri miðbær – minni umferð. Þetta myndi með tímanum minnka verulega umferðarálag í miðbænum.
4. Hægt er að byggja margar ódýrar íbúðir fyrir efnaminni sem vilja vera bíllausir á Geldingarnesi

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband