Endalok Sameinuðu þjóðanna og NATO

Trump hefur ákveðið að loka bandarísku herstöðinni í Grikklandi í Alexandroupolis sem hefur verið notuð til að senda hergögn til Úkraínu. Bandaríkin eru að yfirgefa herstöðvar Evrópu og munu senn formlega yfirgefa NATO.

Trump var að gera risa álsamning við Pútín sem er án verndartolla og þar með sniðganga Kanada sem er partur af þeirri vegferð að lama efnahag Kanada og beygja þá undir Bandaríkin. Bandaríkin mun senn aflétta öllum viðskiptaþvingunum af Rússum og bjarga þeim á sama tíma og þeir setja verndartolla á fyrrum vinaþjóðir. Sömuleiðis hafa Rússar boðið Bandaríkjamönnum að nýta auðævi í hernuminni jörð Úkraínu. Rússar og Bandaríkjamenn standa saman í nýlendustefnu og hafna grunn sáttmála Sameinuðu þjóðanna um að virða sjálfstæði þjóða og landamæri. Það þyrfti ekki að koma á óvart þótt Bandaríkin ákveði að hætta þátttöku og hætti að hýsa Sameinuðu þjóðirnar í New York.

Bandaríkin hafa tekið stöðu með Rússum og á móti Evrópu og Kanada. Þetta eru mestu breytingar frá lokum síðari heimstyrjaldar. Má vera að Trump hafi lesið bók Georgs Orwells 1984 um heimsmyndina þar sem þrjú heimsveldi ríkja á jörðinni; Oceania, Eurasia og Eastasia. Í þessari heimsmynd erum við og Evrópa undir Rússum. Þetta tala Rússar um alla daga á Rússneska sjónvarpinu, ekki bara að endurreisa landamæri Sovétríkjanna heldu taka alla Evrópu.

“I thought America stood for more than mineral deals to benefit our corporations. Freedom. Liberty. Democracy. Those are ideals that American presidents since the beginning of our Republic stood for. Hope we get back to our traditions someday.” Michael McFaul (Professor of Political Science, Director of Freeman Spogli Institute & Hoover Senior Fellow all at Stanford University. U.S. Ambassador to Russia, 2012-2014)

Spurningin er hvort Bandaríkjamenn rísi upp gegn þessarri ógeðfeldu vegferð Trumps en ljóst er að mikill fjöldi stuðningmanna telur sig svikinn og Trump er óvinsælasti forseti Bandaríkjanna frá upphafi eftir síðustu vendingar.

Orwell


Bloggfærslur 26. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband