Þóríum kjarnakljúfar fullnýta þóríumið og eru hættulausir, geta ekki bráðnað en nýjar og þróaðar aðferðir eru notaðar sem gjörbreyta kjarnorkunni og þóríum getur fullnægt orkuþörf mannkyns í 1000 ár. Þóríum er nr. 90 í lotukerfinu. Þóríum kjarnakljúfar geta fullnýtt allt efnið og því enginn geislavirkur úrgangur.
Indverjar eru að byggja þóríum kjarorkuver og áætla að 1/3 orku landsins komi fá kjarnorku eftir 25 ár og að mestu eftir 50 ár. Kínverjar eru á sömu braut en þeir eru á þessu ári að hefja framkvæmdir við uppbyggingu fyrsta þóríum kjarnorkuversins í Gobí eyimörkinni. Þetta er gert á vegum Chinese Academy of Sciences og Shanghai Institute of Applied Physics (SINAP) og er aðeins 10MW en er upphafið að þessari vegferð og fyrsta skrefið var 2MW sem reist var 2021 og er starfandi í dag. Kínverjar ætla að byggja 450 slík kjarnorkuver og hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Kílóvattstundin mun kosta 1-5 cent en Bandaríkjamenn greiða 11-15 cent á kílóvattstundina. Samkeppnisstaða Kína og Indlands mun stór batna og olíuríkin sem hafa selt þessum þjóðum olíu og kol missa stærstu viðskiptavinina sem mun valda verðhruni á jarðefnaeldsneyti. ¼ af þekktu þóríum heimsins er í Indlandi.
Franska fyrirtækið Naarre og hollenska fyrirtækið Thorizon eru að vinna saman að færanlegum þóríum kjarnorku raforkuverum. Áætlað er að 40MW stöðvar verði til 2030 og stærri gerðin 100MW stöðvar verði tilbúinar til afgreiðslu 2035. Hugmyndin er að orkufrekur iðnaður hafi eigin orkuver. Þetta gæti þýtt að stóriðjan á Íslandi mun velja slíkan kost og aftengjast landsnetinu og framlengja ekki orkusamninga við Landsvirkjun sem sæti upp með mikla óselda orku. Landsvirkjun heldur því fram að þeir þurfi að hafna umsóknum erlendra aðila í hverri viku sem vilja kaupa íslenska orku svo það gæti skapast rými fyrir iðnað með hárri framleiðni og engin þörf verður á að byggja fleiri virkjanir eða vindmyllugarða.
Það er ástæða til að fylgjast vel með þessari þróun.
Dægurmál | Laugardagur, 4. janúar 2025 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)