Úkraína-Rússland í upphafi 2025

Úkraína-Rússland í upphafi 2025

Sergei Sobyanin borgarstjóri Moskvu upp ljóstraði því sem Rússar afneita og vilja ekki kannast við en það er mikið mannfall Rússa. Hann sagði að verið væri að sinna yfir 600 þúsund illa særðum en það þýðir að yfir 300 þúsund eru fallnir. Rússneskur prestur talaði um að mannfall Rússa væri um ein milljón. Þetta er heldur hærri tölur en Vesturlönd hafa stuðst við. Rússnesk hjúkrunarkona sagði frá því að á aðeins einu sjúkrahúsi í Moskvu kæmi að jafnaði allt að 1000 illa særðir hermenn á degi hverjum. Í desember síðasliðnum féllu nær 50 þúsund Rússar en það eru helmingi fleiri en ganga í herinn í hverjum mánuði.  ISW (institute for study of war) telja að Rússa skorti um 1,5 milljónir manna til að sinna mikilvægum störfum í innviðum, þjónustu og framleiðslu en þetta hefur leitt af sér hrun á mörgum sviðum.

2024 náðu Rússar minna en 1/2 % af landsvæði Úkraínu en kostnaður Rússanna við að ná þessu landsvæði er mikill en þeir misstu um 420 þúsund hermenn við þessar landtökur. Þar á móti tóku Úkraínumenn álíka mikið landsvæði af Rússum í Kúrsk héraðinu í Rússlandi og hafa tæplega 40 þúsund Rússar fallið þar við að reyna að ná héraðinu til baka án árangurs og auk þess hafa yfir 3000 N-Kóreumenn fallið þar.

Kostnaður Rússa við stríðsreksturinn er mikill. Talið er að þeir hafi eytt 7,2 milljörðum dollara bara  í flugskeyti og dróna. Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna áætlar að Rússar hafi eytt um 200 milljörðum dollara í stríðsreksturinn í Úkraínu. Gert er ráð fyrir að Rússar eyði 142 milljörðum dollara eða 32.5% af útgjöldum ríkisins í stríðsreksturinn 2025. Talið er að um 580 þúsund rússneskir hermenn berjist í Úkraínu og launakostnaður talinn vera um 13 milljarðar dollara. Úkraínumenn hafa eyðilagt rússnesk tæki og tól fyrir 79 milljarða dollara.

Úkraínumenn framlengdu ekki samning við Rússana um áframhaldandi flutning á gasi í gegnum Úkraínu og skrúfuðu fyrir gasið 1. Janúar til þeirra landa sem enn keyptu af Rússum, Slóvakíu, Ungverjalands og Austurríkis. Gazprom missir þar með öll viðskipti við Evrópu og missir tekjur upp á 5 milljarða dollara. Rússar eru þar með búnir að missa mikilvægasta markaðinn og verða af gríðarlegum tekjum sem aldrei koma aftur þar sem Evrópa hefur snúið sér annað og verð á gasi mun lægra en var við upphaf stríðsins. Þessir gasflutningar í gegnum Úkraínu hófust 1973 og eru þetta því söguleg tíðindi og mikið kjaftshögg fyrir Rússana. Þegar Pútin varð forseti fóru 130  milljarðar rúmmetra af gasi í gegnum Úkraínu á ári en nú „0“. Forseti Slóvakíu Robert Fico hefur hótað að loka á rafmagnssölu til Úkraínu í hefndarskyni en Pólverjar stigu inn og lofuðu að sjá Úkraínumönnum fyrir rafmagni í staðinn. Transnistría fær ekki gas og ekki Moldóva og þurfa þeir að leita leiða við orkuöflun.

Úkraínumenn gera ráð fyrir að framleiða yfir 30.000 langdrægra dróna á árinu 2025 auk yfir 3000 flugskeyti. Langdrægir drónar draga yfir 2000 km. Árásir á olíuhreinsistöðvar og olíubyrgðastöðvar mun aukast verulega en nú þegar er iðnaðurinn í lamasessi vegna árása. Einnig munu árásir aukast á vopnaframleiðslu og samgöngur.

Bandaríkjamenn hafa beðið sína ríkisborgara sem eru í Hvíta-Rússlandi að yfirgefa landið en forsetakostningar verða 26. janúar og hugsanlega verða þær ekki friðsælar.

Fall Assats í Sýrlandi var mikið áfall fyrir Rússana og að missa ítök og herstöðvar í landinu.

Trump sagðist geta samið um frið Í Úkraínu á fyrsta sólarhring í embætti en Pútin og Lavro hafa sagt að ekki verði samið um frið nema Úkraínumenn láti eftir öll þau landsvæði sem Rússar gera kröfu um og fari ekki í NATO.  Talið er að Úkraínumenn geti verið án aðstoðar Bandaríkjamanna næstu tvö árin en með áframhaldandi stuðningi Evrópuríkja. Það eru minnkandi líkur á að Rússar geti haldið út jafn lengi sérstaklega ef heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram. Trump hótaði að draga alla aðstoð við Úkraínu til baka í kosningabaráttunni en ólíklegt er að hann standi við það sérstaklega í ljósi þess að hafa skipað Keith Kellogg fyrrverandi hershöfðingja og öryggisráðgjafa Hvíta hússins sem hefur heimsótt Úkraínu og er ötull stuðningsmaður Úkraínu. Hugsanlega muni Trump stór auka stuðninginn ef Pútín hafnar friðarsamningi.

 Friðarsamningur án NATO aðildar er útilokaður fyrir Úkraínu þar sem þetta yrði aðeins hlé fyrir Rússana til að byggja upp herinn og klára dæmið. Alexanders Dugin sem oft er kallaður heili Pútíns og hugmyndasmiður sagði það sem Rússar hafa reynt að fela; “Rússland verður aftur heimsveldi en án Úkraínu getur það ekki orðið“. Hefur sem sagt ekkert með nasista í Kíev að gera eða ógn við þjóðaröryggi og útþenslu NATO. Þetta snýst um ego Pútíns, stórveldisdrauminn sem er að enda í martröð og hruni Rússlands.

putin war 3


Bloggfærslur 3. janúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband