Stríðsóður Pútín og ósannindin um NATO

putin 1

Pútin fullyrðir að innrásin í Úkraínu hafi verið vegna útþenslu NATO sem vaxandi ógnar við Rússland. Þetta eru fullkomin ósannindi sem margir á Vesturlöndum hafa lapið upp eftir Rússunum.  Ástæðan er allt önnur. Eftir valdatöku Pútins 1999 gerði hann árás á Téténíu og lagði höfuðborgina Grozny í rúst og yfir 100 þúsund voru drepnir. Pútin hóf að fangelsa blaðamenn koma fyrir kattarnef öllum hugsanlegum óvinum og lét drepa þá olígarka sem hann taldi ekki hliðholla sér. Þetta framferði varð til þess að Austur-Evrópu löndin fóru að ókyrrast og óttast um framtíð sína enda slæm reynsla af valdatíð Rússanna. Þau sóttu um aðild að NATO eitt af öðru af ótta við yfirgang Rússanna og síðar Finnland og Svíþjóð af sömu ástæðu. Þetta öfluga bandalag lýðræðisríkja hefur haldið aftur af einræðisöflunum í heiminum og verið mesta framlag til friðar í heiminum.

1914 var tími stórveldanna. Í Austur Evrópu voru ýmiss minni ríki undir Rússum og Austurríki – Ungverjalandi en landslagið breyttist 1918 eftir tap Rússanna. Þjóðverjar frelsuðu fjölmörg lönd sem voru undir Rússum og hlutu þau sjálfstæði, Eystrasaltslöndin, Pólland, Úkraína og mörg önnur. Úkraína hélt sjálfstæðinu í tvö ár en þá réðust Rússar á Úkraínu og lögðu landið undir sig en þá var enginn sem kom þeim til hjálpar.

1939 gerðu þeir Hitler og Stalín Molotov-Ribbentrop samninginn um skiptingu Austur-Evrópu. Hitler tók vesturhluta Póllands og Litáen.  Rússar réðust á Finna og tóku hluta af landinu í hinu svonefnda „Vetrarstríði“ en Rússar misstu um 350 þúsund hermenn í því stríði. Eftir það, 1940 réðust þeir á Eystrasaltslöndin og lögðu undir sig. Síðan sveik Hitler samninginn og réðist á Rússana. Bandaríkjamenn aðstoðuðu Rússana við að sigra Hitler og sendu þeim 13.000 skriðdreka, 14.000 flugvélar, 400.000 jeppa og milljónir tonna af mat og búnaði. Án þess hefðu þeir gjör tapað stríðinu við Hitler. Rússar lögðu undir sig öll Austur-Evrópuríkin og Austur-Þýskaland. Þeir létu ekkert af hendi eftir stríðið og sendu milljónir í Gúlagið og í þrælavinnu og drápu milljónir manna. Þetta voru erfiðir áratugir fyrir þessar þjóðir sem voru undir hæl Rússanna.

Eftir fall Berlínarmúrsins, járntjaldsins 1989 og hrun Sovétríkjanna urðu þjóðaratkvæðagreiðslur í fjölmörgum ríkjum og vildu þau öll með yfirgnæfandi meirihluta fá sjálfstæði og komast undan Rússunum, t.d. kusu yfir 92% Úkraínumanna með sjálfstæði einnig í þeim héruðum sem Rússar segjast vera að frelsa. 1994 var gerður sérstakur samningur milli Breta, Bandaríkjamanna og Rússa. Rússar lofuðu að ráðast ekki á Úkraínumenn en Úkraínumenn þyrftu að láta af hendi öll sín kjarnavopn sem voru yfir 1000 sprengjur og Bandaríkjamenn og Bretar myndu verja landið en við það var ekki staðið. Rússar virða aldrei samninga.

Pútín heldur því fram að NATO hafi lofað að stækka ekki en engin gögn eru til um það því slíkt loforð var aldrei gefið. Austur-Evrópulönd vildu komast í skjól NATO vegna hræðilegrar reynslu af yfirgangi Rússanna og öll aðildarríkin þurftu að samþykkja aðildina.

2008 ráðast Rússar síðan á Georgíu og eyða borgum og drepa marga. 2014 risu Úkraínumenn upp gegn forseta landsins sem var hallur undir Rússa og flýði hann land og strax í kjölfarið réðust Rússar á Krímskagann og tóku án viðbragða Vesturlanda.

Rússar fara ekki leynt með það að þeir ætla sér að endurreisa Sovétríkin og leggja undir sig þau lönd sem þeir höfðu áður haft undir. Þetta er daglegur boðskapur á Rússneska ríkissjónvarpinu ásamt því að hóta að sprengja helstu borgir Evrópu með kjarnorkusprengjum. Áfall lífsins er hrun Sovétríkjanna að mati Pútíns og hans helsta markmið er að endurreisa þau. Hann hefur sjálfur sagt að það verði ekki samið um frið í Úkraínustríðinu svo ekki sé minnst á margra trilljóna virði í ónýttum auðlindum Úkraínu í jarðefnaeldsneyti og góðmálmum sem Pútin ásælist.

NATO er varnarbandalag lýðræðisríkja til að verjast yfirgangi einræðisríkja. Allt sem Rússar segja eru ósannindi. Ekki má gleyma því að Pútín er dæmdur og eftirlýstur stríðsglæpamaður og dagar hans verða senn taldir. Rússland stefnir í þrot. Engin viðskipti eru með Rúbluna og allar hagtölur falla eins og grjót. Hvert flýr Pútin? Fara þeir Assad saman til N-Kóreu?


Bloggfærslur 9. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband