Í 250 þúsund ar hefur okkar tegund (Homo Sapiens) valsað um á Jörðinni. Talið er að síðustu 100 þúsund árin hafi 110 milljarðar manna lifað hér. Sögulegur tími nær 5500 ár aftur í tímann þar sem ritaðar heimildir gefa betri hugmynd um söguna. Á sögulegum tíma eru nöfn 3000 guða þekkt sem mannkynið hefur tilbeðið. Fjöldi sköpunarguða, her- og verndarguða, náttúruaflaguða, veður-, sjávar- og uppskeruguða. Nokkrir hafa dáið og risið upp frá dauðum eins Tammuz vorguðinn í Mesópótamíu, egypski guðinn Osiris. Norræni guðinn Óðinn sem dó með spjót í síðu sinni og hékk í trénu Yggdrasil og lifnaði síðan við og varð enn öflugri guð. Attis sonur rómversku gyðjunnar Cybele dó og reis upp frá dauðum. Súmerska gyðjan Inanna var hengd upp á tré, dó og fór niður til heljar og reis upp á þriðja degi og fleiri slíkar sögur eru til.
Fyrir um 3500 árum var guðinn El tilbeðinn í Mið-Austurlöndum. Kona hans var Ashera. Þau átti 70 syni sem voru stríðs- og verndarguðir ákveðinna landsvæða. Einn sonanna var Jahve (Yehova) verndarguð landsvæðisins sem við köllum í dag Palestínu. Forfeður Gyðinga tóku Jahve og gerðu að sínum guði, skaparaguði og bönnuðu tilbeiðslu á öðrum guðum eins og Baal bróður Jahve. Þessi guð Gyðinganna er einn algrimmasti allra þeirra 3000 guða sem mannkynið hefur tilbeðið. Hann á að hafa drepið nánast allt mannkynið í flóði, konur og börn, ófædd börn og fóstur. Hann skipaði Ísraelsmönnum að fremja þjóðarmorð, drepa alla íbúa landsins sem hann ætlaði Ísraelsmönnum, konur og börn, ófædd börn og fóstur. Hann fyrirskipaði að menn skuli drepnir fyrir að safna saman eldivið á hvíldardegi, lét drepa samkynhneigða. Fyrirskipaði þrælahald og barsmíðar á þrælum o.m.fl. Guð Nýja-testamennntisins er allt annar guð, uppfærsla af Jahve 2.0 eiginlega guð númer 3001. Yfir tveir milljarðar mann fylgja hinum kristna guði og túlkunin á því hver hann er og hvað hann vill hefur fætt af sér 45.000 ólíkar kirkjudeildir.
Guðinn El og kona hans Ashera eru því afi og amma Jesú frá Nazaret.
Menn segja að 2999 guðir séu mannlegur tilbúnaður en einn guðinn sé alvöru og það sé guð Biblíunnar.
Það hefur alltaf verið góð söluvar að bjóða eilífa æsku og eilíft líf. Það hefur alltaf heillað fólk að hafa vald yfir náttúruöflunum hvort sem það er Móse með staf í hendi og framkvæmir kraftaverk eða Harry Potter með staf í hendi og töfrar ótrúlega hluti. Alltaf metsölubækur.
Ef við hefðum ekki vísindi þá tækjum við skýringu Biblíunnar á sjúkdómum sem sannleikann, synd og illir andar en ekki bakteríur, veirur eða DNA vandamál.
Þetta vara svona pæling dagsins. Jörðin er átakasvæði hugmynda, alræðis, lýðræðis, frelsis og mannréttindi og átök ólíkra trúarhugmynda. Allt þetta nálgast endastöð ef ekki næst að snúa af braut koltvísýringseitrunar en breska náttúrufræðistofnunin gefur okkur minna en öld áður en fjöldadauði tegundanna er orðinn að veruleika og þar með okkar eigin tegund. Vísindalegar lausnir eru til það er bara lítil eftirspurn eftir þeim.
Dægurmál | Laugardagur, 7. desember 2024 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)