Fyrirbærið "ekkert“ er ekki til

Fyrirbærið „ekkert“ er ekki til

Alheimurinn er um 5% frumefni (stjörnur, plánetur), um 27% hulduefni og um 68% hulduorka. Hulduefnið er aðdráttarafl og heldur saman vetrarbrautum en hulduorkan þenur alheiminn út. Þetta tvennt eru andstæðir kraftar. Það er hægt að reikna út áhrif kraftanna en vísindin vita ekki hvað þetta er. Ef þessi 5% hið venjulega efni er tekið í burtu yrði alkul, almyrkur, enginn tími, engin hreyfing en samt væri 95% eftir af alheiminum og við myndum segja að þetta væri „ekkert“ eða eins og tíminn fyrir ofurhitann og útþenslu fiseinda fyrir 14 milljörðum ára. Hinn þekkti stjarneðlisfræðingur Brian Cox segir vaxandi fjölda vísindamanna á því að alheimurinn sé aðeins einn fasi af fyrirbærinu og líklega séu atburðir eins og gerðust fyrir 14 milljörðum ára alltaf að gerast og okkar sýnilegi alheimur sé eins og öldutoppur á óendanlegu úthafi eðlisfræðilegra krafta þar sem fyrirbærið ekkert er ekki til og alltaf eitthvað er til staðar sem hefur eðlisfræðileg lögmál. Breski Nóbelsverðlaunahafinn Roger Penrose er á sömu skoðun og telur að ævaforn og risastór svarthol sem eru í alheiminum séu frá fyrri alheimi. Hann telur kenninguna um Miklahvell þurfi endurskoðun því upphafið á núverandi alheimi sé allstaðar ekki upphaf í einum punkti. Hann segir að ef hægt væri að hoppa 46 milljarða ljósára í burtu í hvaða átt sem er eða að jaðri okkar sýnilega alheims verði upplifunin eins og hér og allt sé að fjarlægjast á vaxandi hraða frá þeim punkti. Ennfremur er komið í ljós að alheimurinn þenst ekki út á sama hraða allstaðar sennilega vegna ójafnrar dreifingar hulduorkunnar sem gerir útreikninga á aldri alheims erfiða.
Nóbelsverðlaun voru veitt fyrir að sýna fram á að tómarúm sem við gjarnan köllum ”ekkert” þ.e rými án efna ána fiseinda hefur þyngd sem vekur mikla furðu.

Það eru um 2 trilljónir vetrarbrauta í sýnilegum alheimi sem er aðeins lítið brot eða dropi í hafinu. Webb sjónaukinn hefur fundið nokkrar vetrarbrautir nánast jafn gamlar alheiminum, þær eru margfalt stærri en vetrarbrautin okkar en talið er að það taki milljarða ára að mynda slíkar vetrarbrautir. Þetta hefur sett vísindasamfélagið í uppnám. Erum við hugsanlega að sjá inn í annan alheim? Allavega kallar þetta á endurskoðun á upphafi alheims en það sem vitað er að alheimurinn var þéttur og ofurheitur á ákveðnum tímapunkti.

Brian Cox segir að það sé álit vísindamanna að um 5% sólkerfa í vetrarbrautinni geti borið líf eða um 20 milljarðar sólkerfa af 400 milljörðum sólkerfa í vetrarbrautinn. Stærstu þekktar vetrarbrautirnar eru með 10 trilljónum sólkerfa. Ef vitsmunalíf er sjaldgæft eða 1 á móti 20 milljörðum pláneta og við værum ein í vetrarbrautinn þá eru 2 trilljónir plánetna eins og jörðin í hinum vetrarbrautunum í hinum sýnilega alheimi sem hugsanlega að mati bestu vísindamanna er óendanlegur.stjörnuþoka


Bloggfærslur 6. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband