Fjölgun Jarðarbúa í fyrra var meiri en sem nemur öllum íbúum Bretlands

Fjölgun Jarðarbúa í fyrra var meiri en sem nemur öllum íbúum Bretlands.
Um aldamótin 1800 var íbúafjöldi jarðar um einn milljarður, 1974 fjórir milljarðar og í dag um 8,2 milljarðar. Gert er ráð fyrir að árið 2060 fari mannfjöldinn yfir 10 milljarða. Of margir óvissuþættir eru til staðar til að áætla mannfjölda í lok aldarinnar en hann gæti legið á bilinu 10-14 milljarðar. Þetta er samkvæmt mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna. 2023 fæddust 134 milljón börn og 61 milljón manns dóu. Fjölgunin í fyrra var því 73 milljónir sem er meira en allir íbúar Bretlands (69m). Þesssi mikli fjöldi eykur álag á náttúruna því allir vilja síma, tölvur og önnur tól og tæki. Meiri neysla meiri mengun.mannfjöldi

Bloggfærslur 5. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband