Skuldlaus ríkissjóður gæti gert margt fyrir 140 milljarða vaxtagreiðslur

Þegar ríkisstjórnin tók við völdum haustið 2017 voru skuldir ríkisins 943 milljarðar kr. Nú eru skuldir ríkisins 1.790 milljarðar kr. Og stefna í 2.150 milljarðar kr. við lok tímabils fjármálaáætlunar 2029. Innan við 10% hallans er vegna jarðhræringanna á Reykjanesi.

Þetta árið er verið að greiða 117 milljarða í vaxtagreiðslur Ríkissjóðs og verða nær 140 milljörðum 2029. Þessi fjárlög eru með nálægt 59 milljarða halla.

Skuldlaus ríkissjóður gæti gert margt fyrir 140 milljarða, bætt heilbrigðiskerfið, hækkað laun, bætt stöðu öryrkja og eldri borgara o.m.fl.

Vinsældaslagur stjórnmálamanna kallar á aukin útgjöld sem er fölsk velmegun.

(Verg landsframleiðsla Íslands VLF er um  4300 milljarðar. Heildarvelta Ríkisins02.21.2024_mortgage_rate_cartoon er um 1500)

Vaxtagreiðslur ríkissjóðs vegna ársins 2025 verða samkvæmt fjármálaáætlun 121,1 milljarður kr., sem er aukning frá árinu í ár sem gerir ráð fyrir 117 milljarða kr. vaxtagreiðslum ríkissjóðs. Árið 2029 verður árlegur vaxtakostnaður ríkissjóðs kominn upp í 139,2 milljarða kr.

Skuldir ríkisins eru nú 38% af vergri landsframleiðslu (VLF) ef miðað er við skuldareglu laga um opinber fjármál.
 Mikilvægt er að stöðva þessa skuldasöfnun sem fyrst og hefja niðurgreiðslu skulda. Það á að stefna að því markmiði að koma skuldum ríkissjóðs undir 20% af VLF. Er það mikilvægt fyrir jafn lítið og opið hagkerfi og það íslenska er sem er viðkvæmt fyrir efnahagssveiflum.

Stjórnlaus ferðamannastraumurinn kallaði á mikinn fjölda erlendra starfsmanna. Hefðu menn sett komugjöld til að stýra ferðamannastraumnum eins og Nýsjálendingar gerðu þá hefði húsnæðismarkaðurinn ekki farið á hliðina sem og heilbrigðis-, mennta-, og vegakerfið og verðbólga væri komin niður eins og í nágrannalöndunum. Háir vextir Seðlabanka leggjast þyngst á ungt barnafólk sem er að koma sér upp húsnæði en þeir skuldlausu og efnameiri finna ekki fyrir neinu.

Skuldlítill ríkossjóður er hvað mikilvægastur til að verja velferðarkerfin og halda sköttum niðri.


Bloggfærslur 13. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband