Vesturlönd hafa yfirburði í tækni og kunnáttu til að gera bestu tölvukubbana (örgjafana) sem þarf fyrir bestu tæknina. Sá sem hefur bestu kubbana hefur yfirburði í allri tækni og sérstaklega mikilvægt í hernaði. Þetta er eins og hringurinn í Hringadrottinssögu, sá sem hefur hringinn hefur valdið. Sá sem hefur bestu tæknina og besta kubbinn hefur valdið.
Fyrir stuttu hætti TSMC í Taiwan að taka á móti pöntunum á AI tölvukubbum frá Kína. Á móti hættu Kínverjar sölu á málmunum; germaníum (Ge 32) og gallium (Ga 31) sem þarf til að gera tölvukubba. Á móti geta Bandaríkjamenn hætt að selja Kínverjum Silicon (Si 14) en 90% af hreinasta efninu kemur frá námu í Spruce Pine í Norður-Karólínu skammt frá Asheville og er lykilefnið í tölvukubbana. Bandaríkjamenn geta á stuttun tíma náð í hina málmana en germanium er aukaafurð við zink vinslu og gallium við bauxite og álvinnslu.
Mannshár er um 80.000 nm að þvermáli og í iPhone 18 Pro 2026 verður tölvukubbur símans með 2nm milli rása. Þetta er það öflugast sem verður í boði en þess er vænst að hámarkinu verði náð innan fárra ára sem er þá 1.1nm milli rása. (atom eru 0.1- 0.5nm í þvermál og vírus er um 100nm)
Talið er að Kínverjar geti náð á næstu árum 5-7nm en það þýðir að þeir eru ekki samkeppnisfærir við tæknivörur Vesturlanda né hernaðargetu og sama á við um Rússa.
TSMC í Taiwan (Taiwan Semiconductor Manufacturing Company) flutti út tölvukubba fyrir 184 milljarða Dollara 2022 sem er 25% af landsframleiðslu landsins. Þetta er ein helsta ástæða þess að Kínverjar ásælast Taiwan. TSMC notar búnað frá ASML Hollandi sem er fremst á þessu sviði. Nú vilja Bandaríkjamenn flytja framleiðsluna frá Taiwan til Bandaríkjanna og stjórna því hverjir fá aðgang að tækninni. Verið er að reisa fyrstu verksmiðjuna sem verður með 4nm kubba sem fyrsta skrefið. ASML Holding N.V (Advanced Semiconductor Materials Lithography) er Hollenskt fyrirtæki stofnað 1984 og notar extreme ultraviolet (EUV) tækni en TSMC og ASML eru nánir samstarfsaðilar. Árið 2004 kom TSMC fyrirtækið með 90 nm kubba á markað og 2026 koma 2nm.
Í nóvember var ASML fjórða verðmætasta fyrirtæki Evrópu og markaðsvirðið um 264 milljarða Dollara.
Þetta tæknistríð stórveldanna er hafið. Skortur Japana á olíu og góðmálmum leiddi til styrjaldar við Bandaríkin 7. des. 1941. Mun skortur Kínverja og Rússa á örgjöfum leiða til styrjaldar? Það er talið að það muni taka Kínverja áratugi að komast í 2-3nm kubba því tæknin er eins flókin og hún getur orðið og nú þegar búið er að loka á möguleika þessara þjóða að verða sér úti um tæknina þá breytist margt. Vestræn fyrirtæki eru öll að yfirgefa Kína eins og i-phone framleiðslan þar sem tölvukubbarnir verða ekki fluttir til Kína.
Síðan var Google að kynna Willow fiseindakubbinn sem margfalt öflugri en allar ofurtölvur til samans.
Dægurmál | Miðvikudagur, 11. desember 2024 (breytt kl. 19:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)