Færsluflokkur: Dægurmál

Stríðsóður Pútín og ósannindin um NATO

putin 1

Pútin fullyrðir að innrásin í Úkraínu hafi verið vegna útþenslu NATO sem vaxandi ógnar við Rússland. Þetta eru fullkomin ósannindi sem margir á Vesturlöndum hafa lapið upp eftir Rússunum.  Ástæðan er allt önnur. Eftir valdatöku Pútins 1999 gerði hann árás á Téténíu og lagði höfuðborgina Grozny í rúst og yfir 100 þúsund voru drepnir. Pútin hóf að fangelsa blaðamenn koma fyrir kattarnef öllum hugsanlegum óvinum og lét drepa þá olígarka sem hann taldi ekki hliðholla sér. Þetta framferði varð til þess að Austur-Evrópu löndin fóru að ókyrrast og óttast um framtíð sína enda slæm reynsla af valdatíð Rússanna. Þau sóttu um aðild að NATO eitt af öðru af ótta við yfirgang Rússanna og síðar Finnland og Svíþjóð af sömu ástæðu. Þetta öfluga bandalag lýðræðisríkja hefur haldið aftur af einræðisöflunum í heiminum og verið mesta framlag til friðar í heiminum.

1914 var tími stórveldanna. Í Austur Evrópu voru ýmiss minni ríki undir Rússum og Austurríki – Ungverjalandi en landslagið breyttist 1918 eftir tap Rússanna. Þjóðverjar frelsuðu fjölmörg lönd sem voru undir Rússum og hlutu þau sjálfstæði, Eystrasaltslöndin, Pólland, Úkraína og mörg önnur. Úkraína hélt sjálfstæðinu í tvö ár en þá réðust Rússar á Úkraínu og lögðu landið undir sig en þá var enginn sem kom þeim til hjálpar.

1939 gerðu þeir Hitler og Stalín Molotov-Ribbentrop samninginn um skiptingu Austur-Evrópu. Hitler tók vesturhluta Póllands og Litáen.  Rússar réðust á Finna og tóku hluta af landinu í hinu svonefnda „Vetrarstríði“ en Rússar misstu um 350 þúsund hermenn í því stríði. Eftir það, 1940 réðust þeir á Eystrasaltslöndin og lögðu undir sig. Síðan sveik Hitler samninginn og réðist á Rússana. Bandaríkjamenn aðstoðuðu Rússana við að sigra Hitler og sendu þeim 13.000 skriðdreka, 14.000 flugvélar, 400.000 jeppa og milljónir tonna af mat og búnaði. Án þess hefðu þeir gjör tapað stríðinu við Hitler. Rússar lögðu undir sig öll Austur-Evrópuríkin og Austur-Þýskaland. Þeir létu ekkert af hendi eftir stríðið og sendu milljónir í Gúlagið og í þrælavinnu og drápu milljónir manna. Þetta voru erfiðir áratugir fyrir þessar þjóðir sem voru undir hæl Rússanna.

Eftir fall Berlínarmúrsins, járntjaldsins 1989 og hrun Sovétríkjanna urðu þjóðaratkvæðagreiðslur í fjölmörgum ríkjum og vildu þau öll með yfirgnæfandi meirihluta fá sjálfstæði og komast undan Rússunum, t.d. kusu yfir 92% Úkraínumanna með sjálfstæði einnig í þeim héruðum sem Rússar segjast vera að frelsa. 1994 var gerður sérstakur samningur milli Breta, Bandaríkjamanna og Rússa. Rússar lofuðu að ráðast ekki á Úkraínumenn en Úkraínumenn þyrftu að láta af hendi öll sín kjarnavopn sem voru yfir 1000 sprengjur og Bandaríkjamenn og Bretar myndu verja landið en við það var ekki staðið. Rússar virða aldrei samninga.

Pútín heldur því fram að NATO hafi lofað að stækka ekki en engin gögn eru til um það því slíkt loforð var aldrei gefið. Austur-Evrópulönd vildu komast í skjól NATO vegna hræðilegrar reynslu af yfirgangi Rússanna og öll aðildarríkin þurftu að samþykkja aðildina.

2008 ráðast Rússar síðan á Georgíu og eyða borgum og drepa marga. 2014 risu Úkraínumenn upp gegn forseta landsins sem var hallur undir Rússa og flýði hann land og strax í kjölfarið réðust Rússar á Krímskagann og tóku án viðbragða Vesturlanda.

Rússar fara ekki leynt með það að þeir ætla sér að endurreisa Sovétríkin og leggja undir sig þau lönd sem þeir höfðu áður haft undir. Þetta er daglegur boðskapur á Rússneska ríkissjónvarpinu ásamt því að hóta að sprengja helstu borgir Evrópu með kjarnorkusprengjum. Áfall lífsins er hrun Sovétríkjanna að mati Pútíns og hans helsta markmið er að endurreisa þau. Hann hefur sjálfur sagt að það verði ekki samið um frið í Úkraínustríðinu svo ekki sé minnst á margra trilljóna virði í ónýttum auðlindum Úkraínu í jarðefnaeldsneyti og góðmálmum sem Pútin ásælist.

NATO er varnarbandalag lýðræðisríkja til að verjast yfirgangi einræðisríkja. Allt sem Rússar segja eru ósannindi. Ekki má gleyma því að Pútín er dæmdur og eftirlýstur stríðsglæpamaður og dagar hans verða senn taldir. Rússland stefnir í þrot. Engin viðskipti eru með Rúbluna og allar hagtölur falla eins og grjót. Hvert flýr Pútin? Fara þeir Assad saman til N-Kóreu?


Afi og amma Jesú Krists eða svo segir sagnfræðin

harry potter 1
Í 250 þúsund ar hefur okkar tegund (Homo Sapiens) valsað um á Jörðinni. Talið er að síðustu 100 þúsund árin hafi 110 milljarðar manna lifað hér. Sögulegur tími nær 5500 ár aftur í tímann þar sem ritaðar heimildir gefa betri hugmynd um söguna. Á sögulegum tíma eru nöfn 3000 guða þekkt sem mannkynið hefur tilbeðið. Fjöldi sköpunarguða, her- og verndarguða, náttúruaflaguða, veður-, sjávar- og uppskeruguða. Nokkrir hafa dáið og risið upp frá dauðum eins Tammuz vorguðinn í Mesópótamíu, egypski guðinn Osiris. Norræni guðinn Óðinn sem dó með spjót í síðu sinni og hékk í trénu Yggdrasil og lifnaði síðan við og varð enn öflugri guð. Attis sonur rómversku gyðjunnar Cybele dó og reis upp frá dauðum. Súmerska gyðjan Inanna var hengd upp á tré, dó og fór niður til heljar og reis upp á þriðja degi og fleiri slíkar sögur eru til.
Fyrir um 3500 árum var guðinn El tilbeðinn í Mið-Austurlöndum. Kona hans var Ashera. Þau átti 70 syni sem voru stríðs- og verndarguðir ákveðinna landsvæða. Einn sonanna var Jahve (Yehova) verndarguð landsvæðisins sem við köllum í dag Palestínu. Forfeður Gyðinga tóku Jahve og gerðu að sínum guði, skaparaguði og bönnuðu tilbeiðslu á öðrum guðum eins og Baal bróður Jahve. Þessi guð Gyðinganna er einn algrimmasti allra þeirra 3000 guða sem mannkynið hefur tilbeðið. Hann á að hafa drepið nánast allt mannkynið í flóði, konur og börn, ófædd börn og fóstur. Hann skipaði Ísraelsmönnum að fremja þjóðarmorð, drepa alla íbúa landsins sem hann ætlaði Ísraelsmönnum, konur og börn, ófædd börn og fóstur. Hann fyrirskipaði að menn skuli drepnir fyrir að safna saman eldivið á hvíldardegi, lét drepa samkynhneigða. Fyrirskipaði þrælahald og barsmíðar á þrælum o.m.fl. Guð Nýja-testamennntisins er allt annar guð, uppfærsla af Jahve 2.0 eiginlega guð númer 3001. Yfir tveir milljarðar mann fylgja hinum kristna guði og túlkunin á því hver hann er og hvað hann vill hefur fætt af sér 45.000 ólíkar kirkjudeildir.
Guðinn El og kona hans Ashera eru því afi og amma Jesú frá Nazaret.
Menn segja að 2999 guðir séu mannlegur tilbúnaður en einn guðinn sé alvöru og það sé guð Biblíunnar.
Það hefur alltaf verið góð söluvar að bjóða eilífa æsku og eilíft líf. Það hefur alltaf heillað fólk að hafa vald yfir náttúruöflunum hvort sem það er Móse með staf í hendi og framkvæmir kraftaverk eða Harry Potter með staf í hendi og töfrar ótrúlega hluti. Alltaf metsölubækur.
Ef við hefðum ekki vísindi þá tækjum við skýringu Biblíunnar á sjúkdómum sem sannleikann, synd og illir andar en ekki bakteríur, veirur eða DNA vandamál.
Þetta vara svona pæling dagsins. Jörðin er átakasvæði hugmynda, alræðis, lýðræðis, frelsis og mannréttindi og átök ólíkra trúarhugmynda. Allt þetta nálgast endastöð ef ekki næst að snúa af braut koltvísýringseitrunar en breska náttúrufræðistofnunin gefur okkur minna en öld áður en fjöldadauði tegundanna er orðinn að veruleika og þar með okkar eigin tegund. Vísindalegar lausnir eru til það er bara lítil eftirspurn eftir þeim.

Fyrirbærið "ekkert“ er ekki til

Fyrirbærið „ekkert“ er ekki til

Alheimurinn er um 5% frumefni (stjörnur, plánetur), um 27% hulduefni og um 68% hulduorka. Hulduefnið er aðdráttarafl og heldur saman vetrarbrautum en hulduorkan þenur alheiminn út. Þetta tvennt eru andstæðir kraftar. Það er hægt að reikna út áhrif kraftanna en vísindin vita ekki hvað þetta er. Ef þessi 5% hið venjulega efni er tekið í burtu yrði alkul, almyrkur, enginn tími, engin hreyfing en samt væri 95% eftir af alheiminum og við myndum segja að þetta væri „ekkert“ eða eins og tíminn fyrir ofurhitann og útþenslu fiseinda fyrir 14 milljörðum ára. Hinn þekkti stjarneðlisfræðingur Brian Cox segir vaxandi fjölda vísindamanna á því að alheimurinn sé aðeins einn fasi af fyrirbærinu og líklega séu atburðir eins og gerðust fyrir 14 milljörðum ára alltaf að gerast og okkar sýnilegi alheimur sé eins og öldutoppur á óendanlegu úthafi eðlisfræðilegra krafta þar sem fyrirbærið ekkert er ekki til og alltaf eitthvað er til staðar sem hefur eðlisfræðileg lögmál. Breski Nóbelsverðlaunahafinn Roger Penrose er á sömu skoðun og telur að ævaforn og risastór svarthol sem eru í alheiminum séu frá fyrri alheimi. Hann telur kenninguna um Miklahvell þurfi endurskoðun því upphafið á núverandi alheimi sé allstaðar ekki upphaf í einum punkti. Hann segir að ef hægt væri að hoppa 46 milljarða ljósára í burtu í hvaða átt sem er eða að jaðri okkar sýnilega alheims verði upplifunin eins og hér og allt sé að fjarlægjast á vaxandi hraða frá þeim punkti. Ennfremur er komið í ljós að alheimurinn þenst ekki út á sama hraða allstaðar sennilega vegna ójafnrar dreifingar hulduorkunnar sem gerir útreikninga á aldri alheims erfiða.
Nóbelsverðlaun voru veitt fyrir að sýna fram á að tómarúm sem við gjarnan köllum ”ekkert” þ.e rými án efna ána fiseinda hefur þyngd sem vekur mikla furðu.

Það eru um 2 trilljónir vetrarbrauta í sýnilegum alheimi sem er aðeins lítið brot eða dropi í hafinu. Webb sjónaukinn hefur fundið nokkrar vetrarbrautir nánast jafn gamlar alheiminum, þær eru margfalt stærri en vetrarbrautin okkar en talið er að það taki milljarða ára að mynda slíkar vetrarbrautir. Þetta hefur sett vísindasamfélagið í uppnám. Erum við hugsanlega að sjá inn í annan alheim? Allavega kallar þetta á endurskoðun á upphafi alheims en það sem vitað er að alheimurinn var þéttur og ofurheitur á ákveðnum tímapunkti.

Brian Cox segir að það sé álit vísindamanna að um 5% sólkerfa í vetrarbrautinni geti borið líf eða um 20 milljarðar sólkerfa af 400 milljörðum sólkerfa í vetrarbrautinn. Stærstu þekktar vetrarbrautirnar eru með 10 trilljónum sólkerfa. Ef vitsmunalíf er sjaldgæft eða 1 á móti 20 milljörðum pláneta og við værum ein í vetrarbrautinn þá eru 2 trilljónir plánetna eins og jörðin í hinum vetrarbrautunum í hinum sýnilega alheimi sem hugsanlega að mati bestu vísindamanna er óendanlegur.stjörnuþoka


Fjölgun Jarðarbúa í fyrra var meiri en sem nemur öllum íbúum Bretlands

Fjölgun Jarðarbúa í fyrra var meiri en sem nemur öllum íbúum Bretlands.
Um aldamótin 1800 var íbúafjöldi jarðar um einn milljarður, 1974 fjórir milljarðar og í dag um 8,2 milljarðar. Gert er ráð fyrir að árið 2060 fari mannfjöldinn yfir 10 milljarða. Of margir óvissuþættir eru til staðar til að áætla mannfjölda í lok aldarinnar en hann gæti legið á bilinu 10-14 milljarðar. Þetta er samkvæmt mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna. 2023 fæddust 134 milljón börn og 61 milljón manns dóu. Fjölgunin í fyrra var því 73 milljónir sem er meira en allir íbúar Bretlands (69m). Þesssi mikli fjöldi eykur álag á náttúruna því allir vilja síma, tölvur og önnur tól og tæki. Meiri neysla meiri mengun.mannfjöldi

Stökkbreytingar í hækkun meðalhita sjávar

Ört hækkandi hitastig sjávar - Reykjavík eftir 75 ár!
 
Stökkbreytingar í hækkun meðalhita sjávar hafa orðið frá því í mars á síðasta ári og vísindamenn reyna að átta sig á því hvað veldur. Meðalhiti sjávar er nú 21.09C. Alla daga síðan 4. maí 2023 hefur hitamet verið slegið eins og grafið á myndinni sýnir. Gráu strikin á myndinni eru mælingar frá 1979 (https://climate.copernicus.eu)
Samkvæmt https://www.climate.gov/news þá er gert ráð fyrir að sjávarmál hækki um 2.2m í lok aldarinnar og um tæpa 4 metra árið 2150. Hækkandi hiti eykur rúmmál sjávar auk bráðnunar heimskautanna. Hvernig verður Reykjavík í lok aldarinnar? Sigla barnabörnin á gondólum um miðbæinn?sjór 1

Ranglæti sem þarf að laga

cute-shark-
Flestir muna eftir stráknum í Keflavík sem fékk bætur eftir slys og keypti sér hús. Síðan voru fasteignagjöld o.fl. í vanskilum hjá honum ca 3 milljónir. Húsið hans var boðið upp og útgerðarmaður í Sandgerði keypti húsið á 3 milljónir og seldi það fyrir stuttu á 89 milljónir. Ungi maðurinn tapaði 86 milljónum. Þetta er lögleg eignaupptaka og fullkomlega siðlaus.
Nauðungarsala á heimilum fólks á að vera ólögleg þess í stað tekur sýslumaður yfir og setur eignina í venjulega sölu hjá fasteignasala. Þegar eignin selst fær kröfuhafi sitt og eigandi sitt. Annað er siðlaust rán. Hversu margir lentu ekki í þessu eftir bankahrunið. Þessi lög sem leyfa rán á hábjörtum degi er hrægammavæðing hinna ríku því fórnarlömbin eru oftast þeir sem höllum fæti standa.
Ég skora á stjórnmálamenn að breyta lögum og verja eigur fólks og heimili. Það geta verið margvíslegar ástæður fyrir erfiðleikum fólks en fjársterkir aðilar eiga ekki að græða á því.

Ósökkvandi skip Rússanna að sökkva!!!

russar aa
 
Meira en 1000 dögum eftir innrás Rússa í Úkraínu þá hafa Rússar hótað Vesturlöndum að nota kjarnorkuvopn ef farið er yfir ákveðin rauð strik en alltaf teiknað upp ný strik. 9 sinnum hafa þeir hótað. Ástæður þess að þeir munu ekki not kjarnavopn eru nokkrar. Ef þeir skjóta langdrægum flaugum sem geta borið kjarnaodda yfir landamæri Nató ríkja verða viðbrögð á augabragði enda draga þessar flaugar til London á 22 mín. Þær fara á 10 földum hljóðhraða. Allar helstu borgir Rússlands yrðu rústir einar á minna en 30 mínútum. Þetta væri sjálfeyðingarför Rússanna. Það sama gerðist ef þeir varpa kjarnorkusprengjum á Úkraínu, það er rauða strikið hjá NATO. Hinn þekkt Bill Browder (rithöfundur og fjárfestir) sem flýði Rússland og býr í London segir að Rússar myndu tapa fyrir NATO á þremur dögum í hefðbundnu stríði. Elítan í Kreml er ekki tilbúin að deyja og mun fyrr ganga frá Pútin en fara í kjarnorkustríð. Samkvæmt skoðanakönnunum innan Rússlands er stuðningur við stríðsreksturinn að hverfa en var mikill í byrjun. Það verður ekki kjarnorkustríð nema fyrir slysni.
Þetta er það sem kallað er á ensku; All Bark and No Bite
Feb 2022 “Ef þið hjálpið Úkraínumönnum þá munum við beita kjarnorkuvopnum“
Jún 2022 “Ef þið sendið HIMARS þá munum við beita kjarnorkuvopnum“
Sep 2022 “Ef þið sendið Storm Shadow þá munum við beita kjarnorkuvopnum“
Des 2022 “Ef þið sendið Patriot kerfin þá munum við beita kjarnorkuvopnum“
Feb 2022 “Ef þið sendið Leopards og Abrahams þá munum við beita kjarnorkuvopnum“
Okt 2023 “Ef þið sendið ATACMS þá munum við beita kjarnorkuvopnum“
Jún 2024 “Ef þið sendið GMLRS eldflaugar þá munum við beita kjarnorkuvopnum“
Ágú 2024 “Ef þið sendið F-16 þotur þá munum við beita kjarnorkuvopnum“
Nóv 2024 “Ef þið leyfið notkun ATACMS á Rússland þá munum við beita kjarnorkuvopnum“
Biden sem og aðrir vestrænir leiðtogar hafa sýnt ótta og veikleika gagnvart Rússum og ekki leyft Úkraínumönnum að verja sig eins og þörf er og alþjóðalög kveða á um, heldur átti að sjá til þess að Úkraínumenn töpuðu ekki en einnig að passa að Rússar töpuðu ekki og er það óttinn við það að Rússland leysist upp í fjölmörg sjálfstæð ríki og mörg með kjarnorkuvopn. Fyrrverandi heimsmeistari í skák Garry Kasparo sagði að tuddi ein og Pútin skyldi aðein eitt tungumál, hótun og valdbeitingu. Það hefur allan tímann vantað J.F. Kennedy sem tókst á við Krúfsjóf í Kúbudeilunni af mikilli festu og ákveðni sem leiddi til þess að Rússarnir fóru frá Kúbu.
Sérfræðingar í fjármálum telja að 2025 verði árið sem efnahagur Rússa hrinur rétt eins og henti Sovétríkin 1991. Rúblan hefur aldrei verið veikari og féll hratt eftir að Bandaríkjamenn lokuðu á Gasprom bankann en bankinn tók við greiðslum frá Ungverjum og Slóvenum fyrir gas. Úkraínumenn framlengja ekki gassamning við Rússa en gasið fer í gegnum Úkraínu og tekjur Rússa um 7 billjónir Dollara árlega en lokað verður fyrir gasið í janúar. Varasjóðir Rússa eru að klárast. Hlutabréfa- og verðbréfa markaðir Rússa eru í frjálsu falli. Lán bera 40% vexti. Fasteingamarkaðurinn frosinn. Verðbólga farin úr böndunum, vöruskortur, skortur á varahlutum, skortur á tæknimönnum en yfir milljón Rússa flýðu, flestir menntaðir. Kartöflur hafa hækkað um 75% á árinu sem gefur vísbendingu um raunverulega verðbólgu. Úkraínumenn hafa stórskaðað olíuhreinsistöðvar Rússa sem og olíubirgðastöðvar. Sérfræðingar telja vísbendingar um að olíuverð fari undir 50$ á tunnunna sem drepur allan hagnað Rússa af olíusölu. Google, Youtube, Microsoft og flest það sem skiptir máli fyrir netþjónustu er lokað. Rússar eiga eingöngu kínverskan gjaldmiðil fyrir utan sinn eigin sem og gull en öll alþjóðaviðskipti Rússa eru í frosti. Vesturlönd eru að taka úr umferð fjölda olíuskipa sem hafa ólöglega flutt olíu fyrir Rússa. Það er ekkert nema svartnættið fram undan hjá Rússum og líklegt að elítan í Kreml komi Pútin fyrir kattarnef innan skamms, þeir hafa aldrei þolað þá sem eru taparar og Pútin er orðin að einum slíkum.

Neðanjarðarlestarkerfi fyrir borgina og ný byggð

Hugleiðing dagsins – Neðanjarðarlestarkerfi
Betra samgöngukerfi fyrir borgina og ný byggð
Framtíðarsýn fyrir vöxt Reykjavíkur
1. Geldinganesið er um 200ha eða svipað á stærð og Mónakó en þar eru 40.000 íbúar.
2. Lestarkerfi sem er að mestu neðanjarðar, hringur sem er um 14 km og tengir saman: Gufunes, Geldinganes og undir fjörðinn yfir í Holtagarða, fjármálahverfið í Túnunum og skrifstofur Borgarinnar, Hörpuna og hafnarsvæðið, miðbæinn, HÍ, Umferðarmiðstöðina, Landspítala, HR, Perluna, Kringluna, Laugardalshöll, Húsdýra- og fjölskyldugarðinn, Laugardalsvöll, Laugardalslaug. Lestir ganga í báðar áttir. Svipað neðanjarðarlestarkerfi var gert í borginni Brescia, 200 þús. manna borg á Norður Ítalíu 2013, 14 km að lengd með 17 stöðvum og kostaði 130 milljarða en borgarlínan er komin í 300 milljarða. Seinna yrði gerður annar hringur sem tengir Kringlu, Smáralind, Garðabæ og Hafnarfjörð.
3. Allir sem vinna á miðbæjarsvæðinu gætu kosið búsetu á Geldingarnesi þar sem þeir gætu mætt stundvíslega í vinnu án bílsins með neðanjarðarlest og geta nýtt alla þjónustu í leiðinni og farið þurrum fótum.
3. Betri miðbær – minni umferð. Þetta myndi með tímanum minnka verulega umferðarálag í miðbænum.
4. Hægt er að byggja margar ódýrar íbúðir fyrir efnaminni sem vilja vera bíllausir á Geldingarnesi

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband