Fjölgun Jarðarbúa í fyrra var meiri en sem nemur öllum íbúum Bretlands

Fjölgun Jarðarbúa í fyrra var meiri en sem nemur öllum íbúum Bretlands.
Um aldamótin 1800 var íbúafjöldi jarðar um einn milljarður, 1974 fjórir milljarðar og í dag um 8,2 milljarðar. Gert er ráð fyrir að árið 2060 fari mannfjöldinn yfir 10 milljarða. Of margir óvissuþættir eru til staðar til að áætla mannfjölda í lok aldarinnar en hann gæti legið á bilinu 10-14 milljarðar. Þetta er samkvæmt mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna. 2023 fæddust 134 milljón börn og 61 milljón manns dóu. Fjölgunin í fyrra var því 73 milljónir sem er meira en allir íbúar Bretlands (69m). Þesssi mikli fjöldi eykur álag á náttúruna því allir vilja síma, tölvur og önnur tól og tæki. Meiri neysla meiri mengun.mannfjöldi

Stökkbreytingar í hækkun meðalhita sjávar

Ört hækkandi hitastig sjávar - Reykjavík eftir 75 ár!
 
Stökkbreytingar í hækkun meðalhita sjávar hafa orðið frá því í mars á síðasta ári og vísindamenn reyna að átta sig á því hvað veldur. Meðalhiti sjávar er nú 21.09C. Alla daga síðan 4. maí 2023 hefur hitamet verið slegið eins og grafið á myndinni sýnir. Gráu strikin á myndinni eru mælingar frá 1979 (https://climate.copernicus.eu)
Samkvæmt https://www.climate.gov/news þá er gert ráð fyrir að sjávarmál hækki um 2.2m í lok aldarinnar og um tæpa 4 metra árið 2150. Hækkandi hiti eykur rúmmál sjávar auk bráðnunar heimskautanna. Hvernig verður Reykjavík í lok aldarinnar? Sigla barnabörnin á gondólum um miðbæinn?sjór 1

Ranglæti sem þarf að laga

cute-shark-
Flestir muna eftir stráknum í Keflavík sem fékk bætur eftir slys og keypti sér hús. Síðan voru fasteignagjöld o.fl. í vanskilum hjá honum ca 3 milljónir. Húsið hans var boðið upp og útgerðarmaður í Sandgerði keypti húsið á 3 milljónir og seldi það fyrir stuttu á 89 milljónir. Ungi maðurinn tapaði 86 milljónum. Þetta er lögleg eignaupptaka og fullkomlega siðlaus.
Nauðungarsala á heimilum fólks á að vera ólögleg þess í stað tekur sýslumaður yfir og setur eignina í venjulega sölu hjá fasteignasala. Þegar eignin selst fær kröfuhafi sitt og eigandi sitt. Annað er siðlaust rán. Hversu margir lentu ekki í þessu eftir bankahrunið. Þessi lög sem leyfa rán á hábjörtum degi er hrægammavæðing hinna ríku því fórnarlömbin eru oftast þeir sem höllum fæti standa.
Ég skora á stjórnmálamenn að breyta lögum og verja eigur fólks og heimili. Það geta verið margvíslegar ástæður fyrir erfiðleikum fólks en fjársterkir aðilar eiga ekki að græða á því.

Ósökkvandi skip Rússanna að sökkva!!!

russar aa
 
Meira en 1000 dögum eftir innrás Rússa í Úkraínu þá hafa Rússar hótað Vesturlöndum að nota kjarnorkuvopn ef farið er yfir ákveðin rauð strik en alltaf teiknað upp ný strik. 9 sinnum hafa þeir hótað. Ástæður þess að þeir munu ekki not kjarnavopn eru nokkrar. Ef þeir skjóta langdrægum flaugum sem geta borið kjarnaodda yfir landamæri Nató ríkja verða viðbrögð á augabragði enda draga þessar flaugar til London á 22 mín. Þær fara á 10 földum hljóðhraða. Allar helstu borgir Rússlands yrðu rústir einar á minna en 30 mínútum. Þetta væri sjálfeyðingarför Rússanna. Það sama gerðist ef þeir varpa kjarnorkusprengjum á Úkraínu, það er rauða strikið hjá NATO. Hinn þekkt Bill Browder (rithöfundur og fjárfestir) sem flýði Rússland og býr í London segir að Rússar myndu tapa fyrir NATO á þremur dögum í hefðbundnu stríði. Elítan í Kreml er ekki tilbúin að deyja og mun fyrr ganga frá Pútin en fara í kjarnorkustríð. Samkvæmt skoðanakönnunum innan Rússlands er stuðningur við stríðsreksturinn að hverfa en var mikill í byrjun. Það verður ekki kjarnorkustríð nema fyrir slysni.
Þetta er það sem kallað er á ensku; All Bark and No Bite
Feb 2022 “Ef þið hjálpið Úkraínumönnum þá munum við beita kjarnorkuvopnum“
Jún 2022 “Ef þið sendið HIMARS þá munum við beita kjarnorkuvopnum“
Sep 2022 “Ef þið sendið Storm Shadow þá munum við beita kjarnorkuvopnum“
Des 2022 “Ef þið sendið Patriot kerfin þá munum við beita kjarnorkuvopnum“
Feb 2022 “Ef þið sendið Leopards og Abrahams þá munum við beita kjarnorkuvopnum“
Okt 2023 “Ef þið sendið ATACMS þá munum við beita kjarnorkuvopnum“
Jún 2024 “Ef þið sendið GMLRS eldflaugar þá munum við beita kjarnorkuvopnum“
Ágú 2024 “Ef þið sendið F-16 þotur þá munum við beita kjarnorkuvopnum“
Nóv 2024 “Ef þið leyfið notkun ATACMS á Rússland þá munum við beita kjarnorkuvopnum“
Biden sem og aðrir vestrænir leiðtogar hafa sýnt ótta og veikleika gagnvart Rússum og ekki leyft Úkraínumönnum að verja sig eins og þörf er og alþjóðalög kveða á um, heldur átti að sjá til þess að Úkraínumenn töpuðu ekki en einnig að passa að Rússar töpuðu ekki og er það óttinn við það að Rússland leysist upp í fjölmörg sjálfstæð ríki og mörg með kjarnorkuvopn. Fyrrverandi heimsmeistari í skák Garry Kasparo sagði að tuddi ein og Pútin skyldi aðein eitt tungumál, hótun og valdbeitingu. Það hefur allan tímann vantað J.F. Kennedy sem tókst á við Krúfsjóf í Kúbudeilunni af mikilli festu og ákveðni sem leiddi til þess að Rússarnir fóru frá Kúbu.
Sérfræðingar í fjármálum telja að 2025 verði árið sem efnahagur Rússa hrinur rétt eins og henti Sovétríkin 1991. Rúblan hefur aldrei verið veikari og féll hratt eftir að Bandaríkjamenn lokuðu á Gasprom bankann en bankinn tók við greiðslum frá Ungverjum og Slóvenum fyrir gas. Úkraínumenn framlengja ekki gassamning við Rússa en gasið fer í gegnum Úkraínu og tekjur Rússa um 7 billjónir Dollara árlega en lokað verður fyrir gasið í janúar. Varasjóðir Rússa eru að klárast. Hlutabréfa- og verðbréfa markaðir Rússa eru í frjálsu falli. Lán bera 40% vexti. Fasteingamarkaðurinn frosinn. Verðbólga farin úr böndunum, vöruskortur, skortur á varahlutum, skortur á tæknimönnum en yfir milljón Rússa flýðu, flestir menntaðir. Kartöflur hafa hækkað um 75% á árinu sem gefur vísbendingu um raunverulega verðbólgu. Úkraínumenn hafa stórskaðað olíuhreinsistöðvar Rússa sem og olíubirgðastöðvar. Sérfræðingar telja vísbendingar um að olíuverð fari undir 50$ á tunnunna sem drepur allan hagnað Rússa af olíusölu. Google, Youtube, Microsoft og flest það sem skiptir máli fyrir netþjónustu er lokað. Rússar eiga eingöngu kínverskan gjaldmiðil fyrir utan sinn eigin sem og gull en öll alþjóðaviðskipti Rússa eru í frosti. Vesturlönd eru að taka úr umferð fjölda olíuskipa sem hafa ólöglega flutt olíu fyrir Rússa. Það er ekkert nema svartnættið fram undan hjá Rússum og líklegt að elítan í Kreml komi Pútin fyrir kattarnef innan skamms, þeir hafa aldrei þolað þá sem eru taparar og Pútin er orðin að einum slíkum.

Neðanjarðarlestarkerfi fyrir borgina og ný byggð

Hugleiðing dagsins – Neðanjarðarlestarkerfi
Betra samgöngukerfi fyrir borgina og ný byggð
Framtíðarsýn fyrir vöxt Reykjavíkur
1. Geldinganesið er um 200ha eða svipað á stærð og Mónakó en þar eru 40.000 íbúar.
2. Lestarkerfi sem er að mestu neðanjarðar, hringur sem er um 14 km og tengir saman: Gufunes, Geldinganes og undir fjörðinn yfir í Holtagarða, fjármálahverfið í Túnunum og skrifstofur Borgarinnar, Hörpuna og hafnarsvæðið, miðbæinn, HÍ, Umferðarmiðstöðina, Landspítala, HR, Perluna, Kringluna, Laugardalshöll, Húsdýra- og fjölskyldugarðinn, Laugardalsvöll, Laugardalslaug. Lestir ganga í báðar áttir. Svipað neðanjarðarlestarkerfi var gert í borginni Brescia, 200 þús. manna borg á Norður Ítalíu 2013, 14 km að lengd með 17 stöðvum og kostaði 130 milljarða en borgarlínan er komin í 300 milljarða. Seinna yrði gerður annar hringur sem tengir Kringlu, Smáralind, Garðabæ og Hafnarfjörð.
3. Allir sem vinna á miðbæjarsvæðinu gætu kosið búsetu á Geldingarnesi þar sem þeir gætu mætt stundvíslega í vinnu án bílsins með neðanjarðarlest og geta nýtt alla þjónustu í leiðinni og farið þurrum fótum.
3. Betri miðbær – minni umferð. Þetta myndi með tímanum minnka verulega umferðarálag í miðbænum.
4. Hægt er að byggja margar ódýrar íbúðir fyrir efnaminni sem vilja vera bíllausir á Geldingarnesi

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband